Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Gareth Southgate haf skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við sambandið.
Southgate fékk starfið afar óvænt fyrir tveimur árum þegar Sam Allardyce var rekinn eftir skandal sem komst upp.
Southgate stýrði enska landsliðinu á HM í sumar þar sem liðið fór í undanúrslit.
Gríðarleg ánægja er með störf Southgate og fékk hann því langan samning og gríðarlega launahækkun.
Southgate þénar 3 milljónir punda á ári sem er talsverð hækkun frá fyrri samningi.