fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Auður Ösp
Laugardaginn 22. september 2018 15:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháskur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Úrskurður féll í Héraðsdómi Reykjaness þann 6.september síðastliðinn.

Maðurinn var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Fram kemur í ákæru að hafi hafa aðfaranótt mánudagsins 11. júní 2018 staðið að innflutningi á samtals 1.038,42 g af kókaíni, sem hafði 37 prósent styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkniefnin flutti hann til Íslands sem farþegi með flugi EW-880 frá Köln í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar. Efnin voru falin innvortis í líkama hans.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómnum og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn flutto hingað til lands talsvert magn af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Játningin var þó talin honum til málsbóta. Þá leit dómurinn til þess að maðurinn kom einungis að flutningi efnanna til landsins en sá ekki um skipulagningu eða fjármögnun á innflutningum.

Við ákvörðun refsingar var einnig taka mið af styrkleika efnanna, en styrkleiki þess kókaíns sem maðurinn flutti til landsins var vægur, eða nærri þekktum neyslustyrk efnisins hér á landi.

Til frádráttar fangelsis refsingunni kemur gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 11. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Í gær

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu