fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Einar hafnar því að um eitt óviðeigandi atvik sé að ræða: „Lesið bara statusinn minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðason hafnar því að Bjarna Má Júlíussyni hafi verið sagt upp störfum út af einum óviðeigandi tölvupósti til samstarfsfólks. Tilvikin sé mun fleiri. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær kemur fram að Bjarna hafi verið sagt upp í kjölfar þess að hann sendi samstarfsfólki sínu tölvupóst þar sem hann deilir frétt á Smartlandi Morgunblaðsins þess efnis að hljólreiðar bæti kynlífið. Lét hann fylgja með athugasemdina „Þetta grunaði mig“ og broskall.

Einar Bárðason opnaði málið með harðorðri stöðufærslu á Facebook í vikunni en eiginkonu hans var sagt fyrirvaralaust upp störfum hjá Orku náttúrunnar eftir að hafa kvartað undan framkomu Bjarna. DV hafði samband við Einar og bar undir hann fréttaflutning Morgunblaðsins um málið. Einar vill ekki tjá sig frekar um málið en aðspurður hvort um þetta eina tilvik sé að ræða hafnar hann því og vísar í pistil sinn: „Lesið bara statusinn minn. Þetta er allt þar.“

Í stöðufærslu Einars um málið er að finna ásakanir um margendurtekna óviðeigandi framkomu. Til dæmis á Bjarni að hafa sagt að ein starfskona myndi aldrei ganga út vegna þess að hún væri ekki nógu gröð. Þá á hann að hafa sagt að konur geti blikkað sig upp í launum og hann á ítrekað að hafa haft upp niðrandi ummæli um konur.

Stöðufærslan er svohljóðandi:

 Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ?

Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð. Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.

Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? eða var það bara eitthvað PR dæmi ?

Mynduð þið sætta ykkur við það að hafa svona forstjóra í vinnu ?

Hvað mynduð þið gera ef að hann væri að vinna fyrir ykkur ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum