fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433

Tufa þakkar fyrir sig á fallegan hátt – ,,Ég fékk að upplifa drauminn“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA í Pepsi-deild karla, mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en þetta var staðfest í dag.

Tufa hefur verið hjá KA í 13 ár, fyrst sem leikmaður áður en hann tók að sér þjálfun hjá félaginu.

Þessi ákvörðun er tekin í sameiningu en Tufa hefur nú gefið frá sér tilkynningu þar sem hann þakkar fyrir sig.

Tilkynning Tufa:

Sælt KA-fólk

Eftir fund með stjórn knattspyrnudeildar í gær, þá var tekin sameiginleg ákvörðun um að ég verð ekki þjálfari KA á næsta ári, þannig að 13 ára ferð mín hjá þessu frábæra félagi er á enda.
Þegar ég horfi til baka, þá geng ég mjög stoltur frá borði. Yfir 100 leikir sem leikmaður, þjálfari alla yngra flokka karla og kvenna frá sjöunda og upp í meistaraflokk, aðstoðarþjálfari mfl í 3 ár og á endanum aðalþjálfari mfl í 3 ár.

Í öllum þessum störfum þá gaf ég alltaf allt í söluna til að KA sem félag myndi vaxa og verða um leið betra félag og þannig taka skref fram á við.

Að vera þjálfari mfl. var draumur minn í mörg ár og þetta er búið að vera stórkostlegur tími.
Draumurinn var að koma mínu félagi í deild þeirra bestu eftir alltof langa fjarveru meðal þeirra bestu. Strax á mínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins tókst það og þá tók við það verkefni að búa til stöðugt úrvalsdeildafélag. Ekkert gleður mig meira en að sjá að við í KA erum komin á þann stað að vera ósátt við að leikir á móti félögum eins og Val og FH enda með jafntefli. Ekki er langt síðan við vorum að glíma við félög eins og Tindastól, Hött, Huginn ofl. og tapa þar stigum. Það er því gott að sjá menn svekkta eftir jafntefli á móti sterkustu liðum landsins.

Undanfarin ár höfum við unnið marga flotta sigra innan sem utan vallar og er ég stoltur yfir því að KA sé aftur komið á þann stall að vera meðal fremstu félaga í landinu.

Á þessum tíma hafa fjórtán leikmenn spilað sinn fyrsta Pepsi-deildarleik, þar af ellefu sem eru uppaldir í félaginu. Síðasta rósin í hnappagatið er svo að KA á í dag þrjá fulltrúa í síðasta landsliðshóp U21 karla.

Á endanum langar mig að þakka stjórn, framkvæmdastjóra, starfsfólki félagsins, yngriflokkaráði, iðkendum og foreldrum þeirra fyrir frábært samstarf öll þessi ár. Einnig verð ég að þakka stuðningsmönnum KA fyrir frábært samstarf og geggjaðan stuðning síðustu ár, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur.

Þjálfarateyminu mínu þeim Óskari Braga, Eggert Sigmunds, Srdjan Rajkovic, Petar Ivancic, Önnu Birnu og Helga Steinari þakka ég fyrir frábært samstarf, fórnfýsi og samvinnu. Að lokum vil ég þakka leikmönnum mínum fyrir allt sem við höfum gert saman síðustu ár, það er klárlega þeim að þakka að ég er betri þjálfari í dag en fyrir nokkrum árum síðan.

Takk kærlega fyrir mig.

Ég er þjálfari og stefni því að vera þjálfari næstu 40 ár, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós.

Óska ykkur öllum og KA alls hins besta í framtiðinni.

Áfram KA. Lifi fyrir KA.

Túfa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fréttin um Jesus var falsfrétt

Fréttin um Jesus var falsfrétt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk

Ten Hag greinir frá því hvaða framherja hann vildi kaupa síðasta sumar – Örugg 30 mörk
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum