fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Eina fræðslan sem ég hafði fengið var frá klámi og ég hélt að þetta væri eðlilegt“

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var 10 ára var mér sagt að googla glimmer.“ Þetta ritar ung íslensk kona í Twitter færslu undir myllumerkinu #ofungt. Myllumerkinu var hrundið af stað í tengslum við nýja upplýsingasíðu Börn og klámvæðing, en þar geta foreldrar og forráðamenn fræðst um skaðleg áhrif kláms og hvernig vernda megi börn fyrir því.

Í lýsingu á facebooksíðu Börn og klámvæðing segir:

„Við viljum lýsa yfir áhyggjum okkar á þessum málaflokki þar sem við höfum öll þekkingu af þessum raunveruleika. Börn alveg niður í fyrsta bekk eru komin með sinn eigin snjallsíma og hafa því fullan aðgang að netinu og þrátt fyrir netvörn eru ýmsar upplýsingar aðgengilegar sem eru óæskilegar fyrir börn. 

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á það að þetta hefur slæm áhrif og ekki eru allir foreldrar sem gera sér fulla grein fyrir því mikla aðgengi sem barnið hefur. Við vitum að við erum ekki að fara að koma í veg fyrir það að barnið fari inná þessar síður, þó það sé slys eða ekki, en við viljum efla vitund foreldra og forráðamanna svo allir séu viðbúnir í það að takast á við því sem á eftir kemur. Við viljum að það verði vitundarvakning í kjölfar þess hve hátt klámáhorf hér á landi er meðal barna.“

Í tengslum við síðuna hefur verið hrundið af stað herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #ofungt. Einstaklingar eru hvattir til að deila sögum af sinni fyrstu upplifun af klámi sem börn. Hér fyrir neðan má finna dæmi um nokkrar frásagnir sem deilt hefur verið undir myllumerkinu.

*Frændi minn ætlaði að sýna mér grínmynd sem gerðist á sundlaugabakkanum, ég fattaði ekki alveg húmorinn.

*Þegar ég var 14 ára gaf ég eftir suði frá kærastanum mínum af því að ég vildi ekki vera ömurleg kærasta, eina fræðslan sem ég hafði fengið var frá klámi og ég hélt að þetta væri eðlilegt. Hann nauðgaði mér oft án þess að ég gerði mér grein fyrir því.

*Ég og vinkona mín vorum 8 ára forvitnar, höfðum heyrt um playboy.com og fórum frekar þangað en að spurja kennara/foreldra um fræðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“