fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Jamie Oliver tæklaði innbrotsþjóf

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. september 2018 10:30

Sjónvarpskokkurinn heimsfrægi Jamie Oliver. Mynd/flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver er hylltur af nágrönnum sínum eftir að hann tæklaði innbrotsþjóf sem herjaði á hverfi Olivers í norðurhluta Lundúna. Atvikið átti sér stað á þriðjudagskvöld í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Mirror mun Oliver hafa heyrt hávær hljóð koma frá heimili nágranna síns, þegar hann var á leið niður til að athuga hvað væri í gangi þá gekk hann beint í flasið á innbrotsþjófnum sem var kominn inn á heimili Olivers.

Jamie reiddist mjög við að sjá innbrotsþjófinn og elti hann út á götu, þar tæklaði hann þjófinn niður og hélt honum þangað til lögregla kom á staðinn. Nágrannar segja að Oliver hafi verið kátur þegar hann ræddi við lögreglu eftir atvikið.

Fjölskylda Olivers, eiginkona hans Jooles og börn þeirra fimm, földu sig á efri hæð hússins þegar atvikið átti sér stað. Talið er að innbrotsþjófurinn hafi brotist inn í mörg hús í hverfinu, þar á meðal heimili fyrirsætunnar Kate Moss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova