fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Nökkvi hefur lent í óþægindum vegna myndbands Jóa: „Ég er ekki þessi maður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. september 2018 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nökkvi Elíasson ljósmyndari hefur orðið fyrir óþægindum undanfarna daga vegna afar umdeilds myndbands sem Jóhannes Eggertsson gerði fyrir skömmu og fékk mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Jóhannes lagði tálbeitu fyrir miðaldra karlmann og þóttist vera 14 ára stúlka. Undir því yfirskini mælti hann sér mót við manninn en er maðurinn kom á vettvang tók Jóhannes upp myndband með honum.

Nökkvi Elíasson veit ekkert um málið, þekkir hvorki Jóhannes né manninn í myndbandinu. Margir álíta Nökkva hins vegar vera nauðalíkan manninum í myndbandinu og hefur hann af þeim ástæðum orðið fyrir ýmsum óþægindum. Nökkvi hefur sent frá sér yfirlýsingu til að reyna að kveða niður þennan misskilning og gefið DV góðfúslegt leyfi til að birta hana:

Að mjög svo gefnu tilefni þá skal það tekið fram að ég er ekki maðurinn á myndbandinu sem er í dreifingu á Facebook og víðar. Ég hef samt verið að lenda í alls kyns veseni útaf því. Af hverju? Jú mér er sagt að ég sé nauðalíkur þessum vesalings manni. Ekki gott mál

Tekið skal fram að óvéfengjanlegt er að maðurinn í myndbandinu umrædda er ekki Nökkvi Elíasson. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns