fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sturla hættir í Klúbbi matreiðslumeistarar vegna samnings við Arnarlax

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 7. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslumeistarinn þekkti, Sturla Birgisson, sagði sig úr Klúbbi matreiðslumeistara í kjölfar samstarfssamnings klúbbsins við laxeldisfyrirtækið Arnarlax. Í samtali við DV sagði Sturla að það væri grátlegt að hugsa til þess að á sama tíma og mörg af helstu veitingahúsum landsins hafa tekið saman höndum til varnar umhverfi og lífríki Íslands með því að lýsa yfir að þau bjóði aðeins lax úr landeldi, hafi klúbburinn látið glepjast af fé og sé að auglýsa norskan eldislax sem alinn er í opnum sjókvíum við landið. Kaldhæðni örlaganna er sú að á dögunum veiddist eldislax í Vatnsdalsá, einni bestu laxveiðiá landsins. Sá sem hélt þar á stönginni var enginn annar en Sturla sjálfur. Sturla hefur ekki eingöngu keppt fyrir hönd kokkalandsliðsins heldur einnig þjálfað það. Hann var einnig fyrstur Íslendinga til að keppa fyrir hönd landsins í kokkakeppninni Bocuse d’Or. „Þessi samningur er út í hött,“ sagði Sturla.

Nokkur veitingahús á landinu hafa tekið höndum saman og kaupa ekki lax af Arnarlaxi þar sem þau telja að starfsemi fyrirtækisins gæti skaðað villta laxastofna á Íslandi. Fyrirtækinu var nýverið synjað um alþjóðlega vottun, svokallaða ASC-vottun, sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og meðal annars krefjast þeir ASC-vottunar. Svo virðist sem það skapi engin vandamál fyrir Klúbb matreiðslumeistara að gera samstarfssamning við fyrirtæki sem uppfyllir ekki þessar gæðakröfur.

DV hafði samband við Björn Braga Bragason, formann Klúbbs matreiðslumeistara, vegna málsins og spurði hvort eðlilegt væri að klúbburinn gerði samning við fyrirtæki sem uppfyllti ekki alþjóðlegar gæðakröfur. „Þetta er mjög áhugaverð spurning. Arnarlax er náttúrlega bara fyrirtæki sem starfar í íslenskri lögsögu og er með starfsleyfi á Íslandi og fylgir lögum landsins. Klúbbur matreiðslumeistara, sem á og rekur kokkalandsliðið, er ópólitískur félagsskapur og við getum ekki tekið afstöðu til þess hvaða ræktunarleiðir eru notaðar svo lengi sem þær standast lög og reglur landsins,“ sagði Björn Bragi.

Þegar hann var aftur spurður frekar út í af hverju klúbburinn væri að semja við fyrirtæki sem væri ekki með alþjóðlega vottun á framleiðslu sinni sagði hann: „Ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu betur.“ Blaðamaður spurði einnig hvort kokkalandsliðið myndi nota lax frá Arnarlaxi þegar það keppti erlendis fyrir hönd Íslands. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Eins og staðan er núna erum við ekki skuldbundnir að nota þennan lax.“

Margir kokkar hafa sagt sig úr kokkalandsliðinu eftir að umfjöllun um málið hófst fjölmiðlum.„Við heyrðum líka og grunar að andstæðingar fiskeldis, sem hafa verið fyrirferðamiklir í umræðunni, séu að hóta liðsmönnum kokkalandsliðsins. Það er rosalega sérstakt að standa einn daginn með okkur í skemmtilegri veislu og borða góðan mat. Daginn eftir erum við það ómöguleg að það á bara að ganga úr liðinu af því að við erum bakhjarlar. Við spyrjum okkur hvað gerðist?“ segir Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Þorstein vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Í gær

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Í gær

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér