fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Ömurlegur hrekkur: Vildi bara djamma með vinunum – Fékk þungan fangelsisdóm

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. september 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hinn 45 ára gamli Leigh Ford hafi komið sér í klandur þegar hann ákvað að fara á djammið með félögunum fyrir skemmstu. Heima var 35 ára kærasta LeighZoe Doyle, sem var ólétt á þessum tíma og komin rúma átta mánuði á leið.

Zoe var mótfallin því að Leigh færi út en hann lét öll slík tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þegar honum varð ljóst að hann væri kominn með bakið upp við vegg ákvað hann að sviðsetja lygilega atburðarás þess efnis að honum hefði verið rænt.

Breska blaðið The Sun fjallar um þetta og ræðir við Zoe um málið.

Hótað öllu illu

Þetta örlagaríka kvöld í janúar hringdi Leigh í Zoe og virtist hann vera skelfingu lostinn. „Hann öskraði og grátbað mig um að greiða lausnargjald svo hann kæmist heim. Ég sagði við hann að ég myndi millifæra allt sem ég ætti á reikninginn sem hann gaf upp,“ segir Zoe.

Leigh sagði að mannræningjarnir hefðu hótað að brjóta á honum fótleggina, skera af honum kynfærin og hella sjóðandi heitu vatni yfir hann.

Svo fór að Zoe millifærði 80 pund, um 15 þúsund krónur, inn á mannræningjana sem að vísu voru bara félagar Leigh.

Milljónakostnaður

Leigh hugsaði dæmið ekki alveg til enda því Zoe hringdi í örvæntingu sinni á lögreglu sem tók málið mjög alvarlega. Þyrla var send í loftið, lögreglumenn sendir af stað og sérstakur samningamaður lögreglu var kallaður út ef Leigh eða mannræningjarnir myndu hafa samband aftur. Þessi aðgerð lögreglu kostaði um 30 þúsund pund, nokkrar milljónir króna.

Það var ekki fyrr en lögreglumenn skoðuðu myndbandsupptökur úr nágrenninu að þeir sáu að líklega amaði ekkert að Leigh. Hann sást á gangi með vinum sínum þar sem þeir voru á leið út úr áfengisverslun, hlæjandi og brosandi. Þegar Leigh kom heim um morguninn var hann handtekinn af lögreglu.

Gekk í gegnum hreinasta helvíti

Zoe segist í samtali við The Sun hafa fyrirgefið kærastanum þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Hann mætti fyrir dómara daginn eftir og ég var mjög undrandi þegar ég heyrði sannleikann. Ég trúði ekki að hann myndi gera þetta. Hann hafði sóað dýrmætum tíma lögreglu og látið mig ganga í gegnum hreint helvíti.“

Zoe segir að Leigh hafi afsakað sig með því að þetta hafi átt að vera hrekkur sem hafi undið upp á sig. Vinir hans hafi auk þess sett þrýsting á hann. „Ég var alveg brjáluð. Mig langaði að kyrkja hann,“ segir Zoe en svo fór að Leigh var dæmdur í 16 vikna fangelsi vegna málsins, fjóra mánuði bak við lás og slá.

Zoe segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fyrirgefa kærastanum, þrátt fyrir allt. „Hann var algjör fáviti. Ég hef gert honum það ljóst. En þetta var frávik og samband okkar er mjög sterkt. Ég veit að Leigh elskar mig og hann hefur gert sitt besta til að bæta mér þetta upp. Hann á skilið annað tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita