

Andrius Zelenkovas, maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á dögunum, er fundinn heill á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Ekkert hafði spurst til Andrius síðan snemma í ágúst, en þá var hann talinn á leið til Akureyrar. Hann er kominn fram og þakkar lögreglan veitta aðstoð við leitina.