fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá aukna sálfræðiþjónustu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. september 2018 13:30

Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiður og tryggur aðgangur að sálfræðiþjónustu er lykilatriði fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sem í daglegum störfum þurfa að glíma við stór áföll, slys og dauðsföll.

Þetta kemur fram í nýju samkomulagi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og LSS, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem nú hefur verið samþykkt. „Í þessu samkomulagi felst viðurkenning á því hversu mikilvægt það er að þessar stéttir fái fullnægjandi sálfræðilegan stuðning strax í kjölfar stórra áfalla, segir Jón Guðlaugsson, varaformaður Félags slökkviliðsstjóra  á Íslandi.

 Samkomulagið felur í sér að slökkviliðsstjórar geta óskað eftir sálfræðiþjónustu þegar þeir telja þörf á fyrir starfsmenn þeirra og það sama gildir um sjúkraflutningamenn.  Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna mun einnig hvetja ríkið til þess að veita sjúkraflutningamönnum sem starfa á þess vegum sömu þjónustu. Þá hefur Neyðarlínan samþykkt að innleiða ferli sem á að virkja sálfrænan stuðning við vissar aðstæður. Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður endurmetið um áramót.

„Við vonumst til þess að fá svar sem allra fyrst frá ríkinu því þetta mál brennur á þessum stéttum sem daglega horfast í augu við mjög erfiðar aðstæður, sem oft er erfitt að vinna úr sem einstaklingur. Þetta er afar mikilvægt skref í heildrænni hugsun um velferð okkar starfsmanna því eins og almenningur veit þá geta bæði áföll og andlegt álag leitt af sér fjölmarga kvilla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum“ segir Magnús Smári Smárason formaður LSS, Landssambands slökkviðliðs- og sjúkraflutningamanna, sem fagnar þessum mikilvæga samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga um bætta sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn. Samningur hefur verið gerður við Sálfræðingana á Lynghálsi til að sinna þessari þjónustu á landsvísu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ