fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Móðir og sonur berjast fyrir lífi sínu eftir árás gíraffa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fimm ára kona, Katy Williams, og sonur hennar, hinn þriggja ára gamli Finn, mega teljast heppin að vera á lífi eftir að hafa orðið fyrir árás gíraffa. Fjölskyldan er búsett í Suður-Afríku og átti árásin sér stað skammt frá heimili þeirra.

Eiginmaður Katy, Sam, var á leið heim úr útihlaupi á mánudag þegar hann sá eiginkonu sína og son verða fyrir barðinu á gíraffanum. Talið er að gíraffinn, sem var með ungan kálf meðferðis, hafi talið sér ógnað og ráðist á Katy og Finn. Sam tókst að hrekja gíraffann á brott en ekki fyrr en hann hafði stórslasað mæðginin.

Katy og Finn voru flutt með þyrlu á sjúkrahús og gekkst Finn meðal annars undir aðgerð til að létta á þrýstingi í höfuðkúpu hans. Að því er Mail Online greinir frá er ástand þeirra stöðugt en alvarlegt. Katy er fædd í Bandaríkjunum en Sam í Bretlandi en bæði eru vísindamenn sem starfað hafa við dýrarannsóknir í Suður-Afríku undanfarin misseri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar