fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Telja að Lísa muni ná sér að fullu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. september 2018 22:20

Ljósmynd/Facebooksíða Dýrahjálpar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn Lísa sem pyntuð var á hrottalegan hátt í Hafnarfirði er nú á batavegi. Samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Garðabæ er Lísa nú farin heim til áframhaldandi hjúkrunar.

„Bati hennar hefur verið góður en hún var mjög illa haldin tvo sólarhringana og gat til dæmis ekki étið neitt sjálf. En svo tók hún vel við sér, sýkingin er á undanhaldi í sárinu og hún malar og sækir í gælur. Hún kemur í eftirlit í lok vikunnar og við búumst við því að hún nái sér að fullu,“ segir í skriflegu svari Dýraspítalans til DV.

„Greinilegt að hér var algjört illmenni að verki“

DV greindi frá því þann 29.ágúst síðastliðinn að köttur hefði fundist í hræðilegu ásigkomulagi í Hellisgerði. Ronja Auðunsdóttir og sonur hennar voru í hjólreiðatúr í Hellisgerði þegar sonur Ronju fann köttinn nær dauða en lífi. Ronja kom þá að kettinum þar sem búið var að hengja hann og augljóslega pynta hann. „Það var búið að festa hann með netaböndum og binda hann við tréð, það var búið að hengja hann. Ég er í áfalli, þetta var bara að gerast. Það er greinilegt að hér var algjört illmenni að verki. Það var greinilega verið pynta hana. Hún er greinilega búin að liggja þarna í langan tíma, það var komin lykt og drep í sárin. Ég var heillengi að því að reyna ná böndunum af kettinum. Að hugsa sér að einhver gæti gert svona hluti.“

Ronja hafði samband við lögregluna í kjölfarið en fékk þau svör að enginn laus bíll væri á svæðinu. Hún óskaði þá eftir aðstoð inni á facebookhópnum Kattavaktin og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fljótlega mætti Ingibjörg Hjaltadótti  hjúkrunarfræðingur, á staðinn til að sækja Lilju og koma henni undir læknishendur á Dýraspítalanum í Garðabær.

Eins og sést á myndunum hér fyrir að neðan þá stórsást á Lísu eftir árásina.

Leið kvalir í marga daga

Í tilkynningu frá Dýrahjálp Íslands kom fram að Lísa hefði áður verið í fóstri hjá samtökunum áður en hún fékk varanlegt fósturheimili fyrir sex árum.  „Fóstran hennar féll alveg fyrir þessari duglegu ungu læðu og endaði á að halda henni. Lísa hefur alltaf verið mjög sjálfstæð, hún elskar að vera úti og hefur haldið sig einmitt mikið til í Hellisgerði þar sem hún fannst illa limlest.“ Í tilkynningunni kom einnig fram að Lísa hefði greinilega liðið kvalir í marga daga og ekki getað nærst þar að auki.

Ljósmynd/Facebooksíða Dýrahjálpar

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 1. september síðastliðinn að málið hefði verið tilkynnt til Matvælastofnunar en árásarmaðurinn, eða mennirnir eru enn ófundnir. Þann 4.september síðastliðinn var síðan greint frá því að Matvælastofnun hefði tekið ákvörðun um að kæra málið til lögreglu.

Jafnframt kom fram að hópur fólks á Facebook hefði boðist til að taka þátt í lækniskostnaði vegna umönnunar Lilju við Dýraspítalann í Garðabæ, en kostnaðurinn  hljóðaði upp á rúmlega 180 þúsund krónur.

Í gærdag var síðan tilkynnt um það á facebooksíðu Dýrahjálpar að tekist hefði að safna upphæðinni á innan við fimm klukkutímum, en Lísa á enn eftir að að fara í nokkrar dýralæknaheimsóknir til viðbótar með tilheyrandi kostnaði. Dýrahjálp mun halda utan um söfnunina og koma öllum greiðslum áfram á réttan stað.

„Frábært hvað er til mikið af dýravinum sem láta sér annt um þessa fjórfættu fjölskyldumeðlimi og eru til í að aðstoða þegar þörf er á. Lísa vinnur hörðum höndum að því að ná fyrri heilsu og við fáum vonandi að fylgjast með hennar framtíðar ævintýrum.“

Þeir sem vilja styrkja Lísu og létta undir með eiganda hennar er bent á reikning Dýrahjálpar: 0513-26-431. Kt. 620508-1010. Setja þarf nafnið „Lísa“ í skýringu svo það verði eyrnamerkt henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ