fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir að geyma amfetamín sem smyglað var til landsins

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. september 2018 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 27 ára karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á fíkniefnum. Um var að ræða tæp 470 grömm af amfetamíni sem maðurinn geymdi fyrir einstakling sem skipulagt hafði smygl á efninu til Íslands. Umræddur skipuleggjandi var einnig ákærður vegna málsins en var ekki viðstaddur fyrirtöku þess.

Fram kemur í ákæru að skipuleggjandi smyglsins hafi skipulagt og fjármagnað innflutning á samtals 469,02 g af amfetamíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Fékk hann nafngreindan aðila til að flytja fíkniefnin hingað til lands frá Belgíu, en sá einstaklingur kom með fíkniefnin falin innvortis og innanklæða sem farþegi með flugi WOW Air frá London þann 18. september 2014.

Þriðji aðilinn, sá sem hlaut ofangreindan dóm varslaði síðan fíkniefnin fyrir skipuleggjandann  og framvísaði þeim til lögreglu er hún hafði afskipti af honum. Hann var því ákærður fyrir að hafa fíkniefnin í fórum sínum.

Maðurin játaði sök í málinu. Fyrir dómnum krafðist maðurinn vægastu refsing sem lög leyfa og að gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 26. september 2014 til 2. október sama ár yrði dregin frá refsingunni að fullri dagatölu, kæmi til fullnustu hennar.

Mál var þingfest 28. febrúar síðastliðinn og sótti maðurinn það þing en meðákærði, skipuleggjandinn, ekki. Málið var næst tekið fyrir 17. þess mánaðar og mætti skipuleggjandinn ekki. Var þá ákveðið að kljúfa hans þátt frá málinu.

Við ákvörðun refsingar var það talið manninum til málsbóta að hann hefði játað brotið og sýnt samvinnu við rannsókn málsins. Þá var litið til þess að hans hlutverk í málinu var það að geyma fíkniefnin tímabundið. Einnig var horft til þess að meðferð málsins dróst töluvert fyrir útgáfu ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út