fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Óttast að Teide fjall á Tenerife muni gjósa

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. október 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að eldgos muni eiga sér stað á Tenerífe eyju en yfir 100 minni skjálftar áttu sér stað um helgina. Óttast íbúar nú að Teide eldfjallið muni láta í sér heyra. Fjallið er það stærsta á Spáni og jafnframt eitt af stærstu eldfjöllum heims en það gaus seinast árið 1909. Tenerífe hefur verið vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga undanfarin misseri. Breskir miðlar hafa flutt af þessu fréttir. Eftir fund sérfræðinga hafa þeir sagt breska miðla fara of geist og ekki sé hætta á ferðum.

Í breskum miðlum kom fram að eldfjallastofnun Kanaríeyja varð vör við óvanalegar jarðskorpuhreyfingar í grennd við eldfjallið snemma á sunnudag en síðan þá hafa 92 minni skjálftar átt sér stað, sá stærsti 1,5 á Richter. Sú staðreynd að flestir skjálftanna hafa átt sér stað á óvenju miklu dýpi hefur ýtt enn frekar undir áhyggjur um að hið fræga eldfjall muni gjósa en mest mældist dýpið 13 kílómetrar.

Voru sérfræðingar sendir á vettvang á sunnudag og mældur þeir óvenju mikið magn karbondíoxíð í loftinu. Er það einnig talið merki um eldgosahættu.

Samkvæmt fréttum bresku miðlana The Sun og Express í gær hafa áhyggjufullir íbúar kallað eftir að yfirvöld hefji brottflutning af eynni þegar í stað ef nauðsyn krefur.

Hittist ríkistjórnin á neyðarfundi í dag til að ræða ástandið en samkvæmt sérfræðingum er um svokallaða tektóníska skjálftavirkni að ræða. Hefur Eldfjallastofnunin gefið út að ekki sé bergkvikuhreyfing undir fjallinu og því ekki hætta á ferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“