fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Lögreglan varar við netsvindli: Ekki bregðast við tilkynningum um að skrá þig inn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. september 2018 11:48

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú færð tilkynningu um að þú þurfir að skrá þig inn til að halda netpóstinum þínum eða öðrum reikningum skaltu ekki gera það. Slíkar tilkynningar koma frá svindlurum sem reyna að fá fólk til að smella á tengla sem leiða það inn á svikasíður. Tilgangurinn er að komast yfir innskráningarupplýsingar fólks og valda usla á netreikningum þessu. Lögreglan segist hafa fengið margar ábendingar um svindl af þessu tagi undanfarið.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þessu svindli í eftirfarandi tilkynningu:

 Á undanförnu höfum við verið að fá ábendingar um að fólk er að fá tilkynningar um að það þurfi að skrá sig inn til að halda netpósti sínum eða öðrum reikningum. Það fær tölvupóst sem lítur út fyrir að vera frá viðkomandi þjónustu og er sent á tengla á netið sem tengjast þessum þjónustum ekkert heldur er um svik að ræða. Tilgangur svindlaranna er að fá fólk til að skrá sig á þessar svikasíður og komast þannig yfir aðgang að þessum reikningum. Svindlararnir get þá notað þennan aðgang sem að þeir stela til að komast inn á reikning viðkomandi og geta gert alls kyns skaða.

Almenna reglan er sú að hinir raunverulegu þjónustuaðilar senda ekki svona pósta og alls ekki tengla. Við hvetjum því fólk til að sýna varkárni og varúð ef það fær slíka tölvupósta. Með hæfilegri tortryggni þá má sjá fljótlega að þetta sé svindl. Oft eru tenglarnir mjög grunsamlegir og líkjast lítið þjónustuaðilanum eða það er búið að setja viðbótarorð í slóðina.

Þá er oft settir mjög þröngar tímatakmarkanir í þessa pósta sem eiga að skapa álag á viðtakanda sem gerir brotaþola líklegri til að gera mistök. Oftast er best að anda rólega og gagna útfrá því að þetta sé svindl. Ef um vinnupóst er að ræða hafið samband við þann sem sér um tölvumál og áframsendið póstinn á hann. Þá er rétt að benda fyrirtækjum á að auðvelt er að setja tvíþætta auðkenningu á aðganginn, þannig að til að skrá sig þarf að setja inn PIN í síma sem næsta skref annars gerist ekkert.

Við hvetjum fólk til að temja sér hæfilega tortryggni á allt sem það sér og fær í gegn um netið. Sérstaklega þegar kemur að peningum og aðgangsorðum. En munið að horfa líka á hið jákvæða, netið býður upp á óendanlega möguleika. Þetta er svolítið eins og að læra umferðareglurnar. Ef þið hafið ábendingar um netsvindl eða netglæpi endilega sendið á okkur á cybercrime@lrh.is eða abendingar@lrh.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“