fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Hryllingur á skosku munaðarleysingjahæli

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nunnur eru meðal þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsókn skoskra yfirvalda á barnamisnotkun á Smyllum Park-munaðarleysingjahælinu. Um er að ræða heimili sem rekið var af kaþólsku kirkjunni og var lokað árið 1981.

Alls voru tólf handteknir í aðgerðum skosku lögreglunnar í gær, ellefu konur og einn karl en fólkið er á aldrinum 62 til 85 ára. Rannsóknarnefnd hefur unnið að málinu undanfarin misseri og rætt við börn sem bjuggu á staðnum á sínum tíma.

Börnin á heimilinu voru í umsjá nunnanna og bárust nefndinni margar hryllingssögur. Börn hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi, þau lamin, neydd til að borða ælu og niðurlægð ef þau pissuðu undir. Þá eru grunsemdir um að barn hafi dáið á heimilinu eftir að það var skilið nakið eftir úti í rigningunni í þrjá klukkutíma í refsingarskyni. Þá líkti einn heimilinu við útrýmingarbúðir nasista.

Í frétt breska blaðsins Independent kemur fram að til viðbótar við þessa tólf einstaklinga sem voru handteknir verði fjórir tilkynntir til saksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra skuli gefin út. Lafði Smith, hæstaréttardómari sem hefur farið með rannsókn nefndarinnar, mun að líkindum birta skýrslu um munaðarleysingjahælið á næstu vikum.

Um ellefu þúsund börn bjuggu í Smyllum Park meðan það var starfrækt á árunum 1864 til 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“