fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Mikill erill hjá lögreglu á Menningarnótt: Slagsmál og stympingar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna yfir eitt hundrað málum í gærkvöld og nótt og mikill hluti þeirra var í tengslum við mannsöfnuð niðri í miðbæ á Menningarnótt, eða yfir 90. Meðal slíkra mála voru líkamsárás, slagsmál og stympingar meðal ungmenna og nokkur mál vegna fólks sem var ósjálfbjarga vegna ölvunnar. Tíu gistu fangageymslur vegna ýmissa mála en þá má hafa í huga að þeir sem komu í miðbæinn skiptu tugum þúsunda.

Ekið á gangandi vegfaranda

 Upp komu 12 mál á Lögreglustöð 2, sem er staðsett í Hafnarfirði, frá því klukkan 19:00 í gær, þar á meðal líkamsárás, grunur um akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Ekið var á gangandi vegfaranda og slaðist hann töluvert; málið er í rannsókn.

Upp komu 11 mál á Lögreglustöð 3, sem staðsett er í Kópavogi, frá því klukkan 19:00 í gær, þar á meðal var heimilisofbeldi, innbrotstilraun og grunur um akstur undir áhrifum.

Upp komu 15 mál á Lögreglustöð 4, sem staðsett er í Grafarholti, frá því klukkan 19:00 í gær, þar á meðal var heimilisofbeldi og grunur um akstur undir áhrifum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn