fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknisembættið hefur birt tilkynningu þar sem varað er við notkun ávanabindandi lyfja. Er upplýsingunum komið á framfæri vegna frétta undanfarið af notkun ungmenna á lyfjunum, en í ár hafa tæplega 30 ungmenni látist vegna notkunar þeirra.

Sjá einnig: Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða.

„Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni.

Í henni eru tilteknar nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér.

Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu.

Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið.  Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings.

Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis, en slíkt eykur mjög hættu vegna samverkunar. Einstaklingum sem sjaldan eða aldrei áður hafa notað viðkomandi lyf er mun hættara við alvarlegum aukaverkunum.  Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni.

„Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“

Sjá einnig: Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík:„Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“