fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Ólöf Rún afhjúpar listaverk í Landbroti

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. ágúst næstkomandi kl. 17 verður haldinn samfögnuður í tilefni af afhjúpun og titlun á nýju listaverki á þaki Hótel Laka í Landbroti. Gestum og gangandi er boðið að koma og njóta léttra veitinga og virða fyrir sér verkið sem nú prýðir einn af útveggjum hússins. 

Í verkinu, sem er rúmlega 20fm á stærð, má sjá verur með fuglshöfuð í veisluklæðnaði. Þar eru meðal annars himbrimi í svörtum og hvítum köflóttum jakka og svartröndóttum buxum, lóa í skósíðum dröfnóttum kjól og mólitur spói í kjól með brúnu mynstri. Hugmyndin að verkinu kviknaði á göngu í kringum hótelið, en það er byggt við hliðina á litlu vatni sem státar af ríkulegu fuglalífi. Hinumegin við vatnið er svo álfabyggð en verkið tvinnar saman þessi tvö þemu, huldufólkið og náttúruna, á nýstárlegan máta og leiðir hugann að því hvaðan sögur af yfirnáttúrulegum verum í íslenskri náttúru spretta. Þrusk í gjótum og dularfullt væl í fjarskanum verður svo auðveldlega að heilu huldusamfélagi í frjóum mannshuga.

Ólöf Rún Benediktsdóttir ólst upp á Kirkjubæjarklaustri en flutti sem unglingur í Kópavoginn og hóf nám í myndlist, fyrst á framhaldsskólastigi og síðar við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift úr LHÍ árið 2013 hefur hún verið virk í sýningarhaldi víða um land. Í myndlistinni skín í gegn áhugi Ólafar á tækni, vísindum og náttúrunni og er hvert verk rannsókn á því viðfangsefni sem hún er að klást við hverju sinni.

Viðburður á Facebook.

Vefsíða Ólafar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning

Ákærð fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi

Raunveruleikastjarna skrifaði falleg minningarorð um vin sinn – Er nú ákærð fyrir að hafa banað honum af gáleysi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?