fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Met slegið á Emmy-hátíð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 20. september 2016 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á norrænni sjónvarpsstöð, sem ég man ekki heiti á, var bein útsending frá Emmy-verðlaunahátíðinni. Þetta var seint um kvöld og ég hafði ekki þrek til að horfa lengi frameftir en sá þó þegar Tom Hiddleston, aðalleikarinn í Næturverðinum, tilkynnti að leikstjóri þáttanna Susanne Bier hlyti verðlaunin sem besti leikstjórinn. Þessir góðu samstarfsmenn féllu síðan í faðma á sviðinu. Bier á verðlaunin sannarlega skilið og reyndar hefðu þættirnir átt að fá fleiri verðlaun, en Ameríkanar horfa yfirleitt fyrst og fremst á heimamarkaðinn við verðlaunaveitingar.

Hinir vinsælu þættir Game of Thrones fengu 12 Emmy-verðlaun og slógu um leið metið sem Frasier hafði átt. Frasier hlaut alls 37 Emmy-verðlaun þann tíma sem þættirnir voru framleiddir, en Game of Thrones hafa alls fengið 38 verðlaun. Ég viðurkenni að ég er súr yfir því að Game of Thrones hafi unnið Frasier sem var mitt uppáhald í mörg ár. Game of Thrones eru mjög sennilega þættir sem maður þarf að horfa á frá byrjun og þeir sem það hafa gert segja þá ávanabindandi. Ég reyndi einu sinni að horfa á þátt en gafst upp því ég botnaði ekkert í atburðarásinni. Sennilega er maður að missa af miklu, allavega fullyrða aðdáendur þáttanna að þeir séu stórkostlegir. Mér hefur nokkrum sinnum verið sagt að hluti af aðdráttarafli þáttanna sé að þar deyi persónur mjög óvænt og oft þær sem áhorfendum hafi þótt vænst um. Yfirlýsingar eins og þessar eru ekki til að hvetja mig til áhorfs. Þegar uppáhaldspersónur mínar deyja á sjónvarpsskjánum þá tekur mig margar vikur að jafna mig. Hefði ég horft á Game of Thrones frá byrjun fengi ég sennilega taugaáfall með reglulegu millibili.

Hin öfluga Maggie Smith fékk verðlaun fyrir leik sinn í Downton Abbey. Hún var mikil gersemi í þeim þáttum og persóna hennar, Violet Crawley, er með eftirminnilegri kvenpersónum í sjónvarpsþáttagerð síðari ára. Þetta var í þriðja sinn sem Maggie Smith hlýtur Emmy fyrir þetta hlutverk sitt. Hún hefur aldrei verið viðstödd til að veita verðlaununum viðtöku. Sennilega er hún búin að fá svo mörg verðlaun á sínum langa ferli að hún nennir ekki að ferðast milli landa á gamals aldri til að ná í enn ein. Jimmy Kimmel gantaðist með fjarveru leikkonunnar og sagði: „Hvað er að okkur, af hverju erum við ítrekað að tilnefna þessa konu?“ Þegar tilkynnt var að Smith hefði unnið verðlaunin tók Kimmel við verðlaunagripnum og flutti hinni fjarstöddu leikkonu þessi skilaboð: „Maggie, ef þú vilt fá styttuna þá verður hún í tapað-fundið.“

Ekki var mikið af verðlaunahöfum á þessari hátíð sem ég hélt með. En það nægði mér líka alveg að mínar konur, Susanne Bier og Maggie Smith, unnu til verðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna