Þó að veðrið sé ekki upp á marga fiska þetta sumarið þá eru margir sem ætla að skella sér í útilegu enda er það eru útilegur órjúfanlegur hluti af menningu landsmanna. Það getur verið höfuðverkur að finna rétta tjaldsvæðið, það eru ótal tjaldsvæði á landinu og það liggur ekki alltaf fyrir hvar þau eru og hvað þar er að finna, sérstaklega þegar verið er að elta sólina.
Á vefnum tjalda.is má finna gagnagrunn um flest tjaldsvæði á landinu. Vefurinn er farsímavænn til að hægt sé að skipuleggja á ferð og er skiptur upp á milli landshluta. Þegar landshlutinn er valinn er hægt að finna einstök tjaldstæði, þar má svo finna nánari upplýsingar um tjaldsvæðið, þar á meðal verð, hvaða þjónusta er þar í boði og myndir.
Á vefnum má einnig finna yfirlitskort þannig að hægt er að finna tjaldsvæðið beint í gengum Google Maps-smáforritið.