fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Pressan

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

Pressan
Laugardaginn 23. ágúst 2025 13:30

Concorde þota. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 25 árum var Alice Brooking, þá 21 árs, á hóteli í úthverfi Parísar. Hún var að tala við systur sína í síma. Hún heyrði þegar Concorde-þota tók á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum. Hún heyrði skömmu síðar gríðarlegan hávaða en tengdi hann ekki við flugtak þotunnar.

„Þrátt fyrir að ég vissi að flugvöllurinn væri nærri fannst mér þetta vera mjög hátt. Síðan heyrði ég mikla sprengingu og sá veggi hótelsins svigna inn á við og myndir hrynja af veggjum.“

Sagði hún um þennan dag í hlaðvarpsþættinum „I Was There“ á vef BBC.

Sprengingin var svo öflug að hún missti símann. Hún flýtti sér þá að opna dyrnar út á gang en um leið sá hún eldtungur koma út úr baðherberginu.

„Ég hugsaði með mér að ef ég myndi snúa mér við og vera umkringd af eldi myndi ég ekki komast að glugganum til að hoppa út. Glugginn var eina leiðin út.“

Hún hafði skráð sig inn á hótelið hálfri klukkustund áður. Það varð henni til happs að henni var mjög heitt og því hafði hún opnað gluggann en það tók drjúgan tíma því hann var erfiður viðureignar.

Eftir sprenginguna fór hún að glugganum og sá starfsmann hótelsins þar fyrir neðan. Hann öskraði á hana að hoppa strax út.

„Þetta var rosalegur eldur svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma. Það er sagt að reykurinn drepi mann áður en eldurinn gerir það og það er svo sannarlega satt. Ég var í herberginu og hóstaði en óttaðist að fótbrotna og kæmist ekki frá brennandi húsinu ef ég hoppaði út.“

Hótelstarfsmaðurinn greip hana þegar hún hoppaði út og siðan hlupu þau á brott.

„Þegar ég leit aftur var engin flugvél, ekkert hótel, bara risastór eldur.“

Þetta gerðist þann 25. júlí 2000. Allir þeir 109 sem voru um borð í flugvélinni létust og fjórir til viðbótar á jörðu niðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu

Hér springa þrjár sprengjur á hverri nóttu – Og þetta er í miðri Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum

Fjölskylduharmleikur: Myrti fullkomna fjölskyldu sína og tók eigið líf nokkrum dögum eftir ákall um hjálp á samfélagsmiðlum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“

Coldplay tjáir sig eftir hneykslið – „Við höldum þessu áfram“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur