fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Ógnaði fólki með hníf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan tíu í gærkvöld var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi, grunaði um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Maðurinn er grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Afskipti voru höfð af manni við Álftamýri á tíunda tímanum í gærkvöld vegna sölu og vörslu fíkniefna.

Á þriðja tímanum í nótt var bíll stöðvaður við Snorrabraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Um hálfjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll þar sem hann var í átökum við dyraverði sem héldu honum. Maðurinn er sagður hafa verið að bera sig og var ekki viðræðu hæfur sökum ölvunar.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu  lögreglu.

Á níunda tímanum í gærkvöld stöðvaði lögreglan bíl á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni, ölvaður erlendur maður, hafði engin skilríki meðferðis og vildi aðspurður ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist