fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433

Alison Becker staðfestir að hún sé á leið til Liverpool

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 18:39

Verður samkeppnin mikil á milli Alisson og Alison?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool á Englandi reynir þessa stundina að næla í markvörðinn Alisson Becker sem spilar með Roma.

Sky Sports greinir frá því í kvöld að Liverpool sé búið að leggja fram tilboð í Alisson en á eftir að ná samkomulagi við Roma.

Alisson hefur staðið sig mjög vel á Ítalíu og var aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins á HM í sumar.

Leikkonan Alison Becker hefur fengið ófá skilaboð á Twitter þar sem henni er tjáð að hún sé á leið til Liverpool.

Eini minurinn þarna á milli er eitt ‘S’ en Alison er leikkona í Hollywood og er nokkuð virk á Twitter.

Alisson, markvörðurinn, er einnig á Twitter en sumir hafa einfaldlega gert mistök og ‘taggað’ leikkonuna í staðinn.

Hún hefur nú svarað og segist vera á leið til Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld