fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Fangar á Kvíabryggju nýttu sér góða veðrið

Auður Ösp
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 13:31

Ljósmynd/Facebooksíða Fangelsismálastofnunar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin lét loksins sjá sig á suður og vesturlandi í gær við mikinn fögnuð landsmanna. Sundlaugar fylltust, raðir mynduðust fyrir utan ísbúðir og hvarvetna mátti sjá fólk njóta veðurblíðunnar. Fangarnir á Kvíabryggju tóku sólinni að sjálfsögðu fagnandi líkt og aðrir.

Líkt og fram kemur á facebooksíðu Fangelsismálastofnunar þá hefur veðrið ekki beinlínis leikið við fanga frekar en aðra þjóðfélagsþegna á suður-og vesturlandi.

„Fangar á Kvíabryggju nýttu því tækifærið í gær þegar sólin lét sjá sig og fóru í sjósund. Flestir hella sér í vinnu þegar góða veðrið lætur standa á sér en það er því miður ekki alltaf hægt í fangelsum.“

Fram kemur að föngum skorti stundum vinnu í fangelsinu og eru vinnuveitendur hvattir til að nýta sér starfskrafta þeirra.

„Ef ykkur vantar góða starfskrafta fyrir átaksverkefni þá endilega hafið samband við það fangelsi sem næst er starfseminni. Við getum unnið mörg verk, einföld og flókin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“