Það er útlit fyrir það að miðjumaðurinn Eden Hazard sé að undirbúa sig fyrir brottför til Real Madrid á Spáni.
Frá þessu greinir Brian Laudrup, fyrrum miðjumaður Chelsea en Hazard hefur spilað fyrir þá bláu frá árinu 2012.
Eftir brottför Cristiano Ronaldo frá Real í sumar hefur Hazard verið mikið orðaður við spænska stórliðið.
Samkvæmt Laudrum er Hazard á leið til Spánar og segir hann að þetta sé rétt skref fyrir Belgann.
,,Ég talaði við Eden Hazard fyrir nokkrum dögum,“ sagði Laudrup í samtali við Sportske Novosti.
,,Hann er að undirbúa sig fyrir brottför til Real Madrid og þetta er gott skref fyrir bæði hann og Real.„