fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Grunur um salmonellu í grísakótilettum

Auður Ösp
Föstudaginn 13. júlí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar við neyslu á Lúxus grísakótilettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni í skimun Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði. Nánari rannsókna er þörf til að staðfesta greininguna.

Krónan ehf. hefur ákveðið að innkalla af markaði lúxus ókryddaðar og kryddaðar grísakótilettur frá Spáni, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Krónan 

Vöruheiti: Lúxus grísakótilettur úrb., Lúxus grísakótilettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótilettur New York 

Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar 

Geymsluskilyrði: Kælivara 

Upprunaland kjöts: Spánn 

Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík 

Framleiðandi: Krónan ehf. 

Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt

Neytendur sem keypt hafa þessar vörur eru beðnir um að skila þeim í næstu Krónuverslun og fá þær endurgreiddar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt