fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Níræð kona féll í baði og lá þar í einn og hálfan sólarhring

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. júlí 2018 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanm í gærkvöld var lögreglunni tilkynnt um slys á konu í íbúð við Lækjargötu. Níræð kona hafði fallið í baði og komst ekki upp aftur. Talið er að konan hafi verið í þessu ástandi í einn og hálfan sólarhring. Þrátt fyrir þetta amaði lítið að henni.

Strætó ekið á tvo bíla

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá umferðarslysi sem varð á Dalvegi/Smiðjuvegi í gær. Strætisvagni var ekið á miklum hraða í hringtorg á tvo bíla og upp á umferðareyju. Ökumaður og farþegi í öðrum bílnum kvörtuðu undan eymsli í hálsi og höfði og ætluðu kannski síðar á slysadeild. Ökumaður strætisvagnsins er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Annar bílanna sem keyrt var á var fluttur með dráttarbíl af vettvangi.

Upp úr klukkan 18 í gær var tilkynnt um par í annarlegu ástandi á Nýbýlavegi sem hafði ekið bíl í veg fyrir annan bíl, ráðist á bílstjórann og skemmt hjólhýsi sem hann var með. Parið var handtekið og vistað fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga