fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Kristján kallar hvalveiðarnar „sjálfbært ferli“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 15:18

Kristján Loftsson er framkvæmdarstjóri og eigandi Hvals hf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef bóndi í Bandaríkjunum er með fjárstofn sem telur 40.000 nautgripi þá grisjar hann stofninn um að minnsta kosti 161 dýr á ári,“ segir Kristján  Loftsson framkvæmdarstjóri Hvals hf. í samtali við bandarísku fréttastofuna FOX News. Hvalkvótinn hjá fyrirtæki hans í ár er 161 langreyður en Hvalur hf. hefur einnig leyfi til að nýta 20 prósent af ónýttum kvóta síðasta árs. Veiðarnar hófust 20. júní síðastliðinn.

Hvalveiðar íslenska fyrirtækisins eru til umfjöllunar á vef FOX og varar miðilinn lesendur við „skelfilegum“ myndum sem fylgja fréttinni og sýna starfsmenn Hvals hf slátra langreyði.  Myndirnar voru teknar af meðlimum Sea Shepherd, hvalfriðunarsamtakanna 22.júní síðastliðinn.

Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News
Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News

Sagt er frá starfsemi Hvals hf. í greininni og rætt við Kristján sem fullyrðir að fyrirtækið sé aðeins að veiða örlitla prósentu „ af þeim tugþúsundum langreyða sem er í hafinu í kringum Ísland.“ Segir hann yfir 40 þúsund hvali af þessari tegund vera í hafinu.

Þá bætir hann við: „Þegar um er að ræða heilbrigðan hvalastofn, eins og langreyður, þá er þetta sjálfbært ferli.“

Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News
Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News

Þá kemur jafnframt fram að sjö hvalir hafi verið veiddir af hvalveiðiskipum fyrirtækisins síðan veiðar hófust þann 20.júní síðastliðinn.

Hörð viðbrögð

DV greindi frá því þann 19.júní síðastliðinn að Hvalur hf hefði ákveðið að hefja hval­veiðar á ný eft­ir tveggja ára hlé en fyrirtækið er það eina sem stundað hefur hvalveiðar við Íslandsstrendur síðastliðin ár.  Ástæða þess að veiðarnar eiga að hefjast á ný eru að sú fyrirtækið hefur að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og telur bættar horfur fyrir sölu á kjötinu á japönskum markaði.

Hefur þessi ákvörðun fyrirtækisins vakið hörð viðbrögð meðal dýraverndunarsinna víða um heim.

„Íslenska þjóðin virðist vera einstaklega áttavilt þegar kemur að hvölum. Landið lokkar til sín ferðamenn sem berja hvalina augum á milli þess sem þeir skoða önnur náttúruundur. Hvalirnir eru síðan drepnir í gróðaskyni og kjötið af sumum þeirra endar síðan á því að vera framreitt fyrir þessa sömu ferðamenn á veitingahúsum,“ ritar Kitty Block forseti dýraverndunarsambandsins Humane Society International á heimasíðu sína.

Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News
Ljósmynd: Sea Sheperd/Fox News

Michelle Neff, greinarhöfundur One Green Planet sparar síðan ekki fúkyrðin í garð hvalveiða Íslendinga.

„Af hverju getur þetta lið ekki bara látið dýrin í friði?! Eftir tveggja ára hlé hefur íslenskur hvalveiðakóngur ákveðið að byrja aftur að veiða hvali í útrýmingarhættu.“ Á öðrum stað bætir hún við:

„Í guðs bænum, EKKI ýta undir þessar grimmúðlegu veiðar með því að borða hvalkjöt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist