fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Jóhanna og dætur hennar misstu Basta og allar eigur í húsbruna – Spjaldtölva líklega sökudólgurinn – „Við söknum hans ofboðslega mikið“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að reyna að ofhugsa ekki hlutina eða mála skrattann á veginn. Það er best að taka bara einn dag í einu,“ segir Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, tveggja barna einstæð móðir á Akranesi en hún og dætur hennar misstu allar sínar eigur í húsbruna síðastliðinn föstudag. Ofan á það syrgja þær fjölskylduhundinn Basta sem var einn í húsinu þegar eldurinn kviknaði og brann inni. Er sorgin djúp og mikil vegna þess að missa Basta.

„Við fórum út að borða í Reykjavík fyrr um kvöldið þar sem frændi mitt átti 13 ára afmæli. Við vorum ekkert að flýta okkur heim og stoppuðum í Hvalfirði og þá fékk ég símtalið, um hálf tólf leytið,“ segir Jóhanna í samtali við DV.is.

Húsið sem um ræðir er forskalað timburhús sem byggt var árið 1934. Talið er líklegt að eldsupptökin megi rekja til spjaldtölvu sem lá í stofusófanum en Jóhanna segir tölvuna þó ekki hafa verið í hleðslu á meðan þær mæðgur voru að heiman. Líklegast sé að hún hafi dottið á milli pullanna í sófanum.

Jóhanna er með innanbústryggingu sem mun dekka eitthvað af eignunum. Enn er verið að tæma innan úr íbúðinni og því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hversu mikið tjón er á húsnæðinu sjálfu og hvort hægt verði að lagfæra skemmdirnar. Hún efast um að fá tjónið nokkurn tímann bætt að fullu.

„Það er auðvitað bara allt farið. Ég var látin fara í gegnum húsið til að sjá hvort það væri eitthvað þar sem væri hægt að bjarga en það var ósköp lítið.“

Meðal þess sem glataðist í brunanum voru myndaalbúm og  listaverk eftir Jóhönnu og dætur hennar. Allar ljósmyndir Jóhönnu voru á flakkara sem er að hennar sögn „bráðnaður í klessu.“

Líkt og fyrr segir þá hafa mæðgurnar einnig þurft að sjá á eftir fjölskylduhundinum Basta í brunanum. „Við söknum hans ofboðslega mikið. Hann var algjört yndi. Opnaði hurðirnar fyrir okkur út og inn og passaði upp á okkur.“

Jóhanna er um þessar mundir í sumarfríi frá vinnu en hún sér fram á algjöra óvissu varðandi framtíð þeirra mæðgna. „Eins og er þá búum við hjá foreldrum mínum upp í sveit í Borgarfirði en eftir sumarfríið þá mun ég þurfa einhvern veginn þurfa að redda okkur með húsnæði. Það er voðalega erfitt að segja til um þetta allt saman núna.“

Vinafólk mæðgnanna hefur nú hrint af stað söfnunareikning til að hjálpa þeim mæðgum að fóta sig á ný. Þeir sem vilja leggja Jóhönnu og dætrum hennar lið er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar:

Reikningsnúmer: 0186-05-010136.

Kennitala: 090283-5459.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist