fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan handtók fólk í gleðigöngu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 2. júlí 2018 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1000 manns komu saman við Taksim torg í Istanbul um helgina til að taka þátt í árlegri gleðigöngu. Þetta er í fimmtánda sinn sem gleðigangan er haldin í Istanbul. Skipuleggjundur göngunar fengu ekki leyfi fyrir göngunni þetta árið og var lögreglunni skipað að stöðva hana. Þegar gengið var af stað mætti fólkinu sem tók þátt í göngunni nokkuð stór hópur af lögreglumönnum sem skutu táragasi á hópinn ásamt því að skjóta gúmmíkúlum á hópinn. Lögreglan handtók ellefu manns og eru mannréttindarsamtök í Tyrklandi að vinna í því að leysa þau úr haldi.

Á sama tíma í Ankara hafa yfirvöld bannað sýningu á myndinni Pride, sem fjallar um réttindi samkynhneigðra. Gefa yfirvöld upp þá ástæðu að möguleg öryggishætta gæti skapast vegna frumsýningar myndarinnar.

Mannréttindi hafa átt undir högg að sækja í Tyrklandi eftir að misheppnað valdarán átti sér stað árið 2016 sem leiddi af sér að neyðarlög voru sett í landinu. Samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum hafa um 160.000 einstaklingar verið handteknir og eru 50.000 af þeim enþá í fangelsum landsins að bíða eftir réttarhöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi