fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Vinnudagur í paradís breyttist í fullkomna martröð

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. júlí 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og þriggja ára starfsmaður Norwegian Cruise Lines, fyrirtækis sem sérhæfir sig í skemmtiferðarsiglingum, má teljast stálheppinn að vera á lífi eftir að vinnudagur í Karíbahafinu endaði með ósköpum um helgina.

Þannig er mál með vexti að maðurinn féll útbyrðis síðdegis á laugardag þegar hann var við vinnu sína. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega fór úrskeiðis en skipið var statt rúmar tuttugu sjómílur norður af Kúbu.

Eftir að samstarfsmenn hans áttuðu sig á því að maðurinn hefði fallið útbyrðis var haft samband við strandgæsluna og var sendur út leitarflokkur í kjölfarið. Skipið sem maðurinn starfaði á tók þátt í leitinni en aðfaranótt sunnudags hélt það ferð sinni áfram.

Það var svo eftir hádegi á sunnudag að annað skemmtiferðaskip á svipuðum slóðum kom auga á manninn í hafinu. Skipverjar á skipinu, sem var frá Carnival Cruise, komu manninum um borð og var hann orðinn nokkuð þrekaður á volkinu í sjónum. Hann var þó við ágæta líkamlega heilsu en eðlilega orðinn nokkuð vonlítill um björgun og því hræddur um líf sitt.

Það varð manninum til happs að sjórinn á þessum slóðum er heitur og veður almennt gott á þessum árstíma. Maðurinn fór með skipinu áleiðis til Cozumel í Mexíkó þar sem honum var komið undir læknishendur.

„Þetta er ekkert minna en kraftaverk,“ segir Christine Duffy, forseti Carnival Cruise Line, í samtali við ABC News um leið og hún þakkaði kollegum sínum frá Carnival Cruise fyrir björgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi