fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Margir deila á ríkisstjórnina vegna uppsagna ljósmæðra: „Fer döpur og reið í háttinn!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. júlí 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðandi móðir sem á að fæða í júlí er bæði kvíðin og reið vegna launadeilu ríkisins og ljósmæðra. Á annan tug ljósmæðra  segja upp í dag og alls 23 ljósmæður hafa sagt upp störfum. Í gær birtu þær ljósmæður sem luku störfum sínum í gær myndir og skilaboð á Facebook-síðum sínum. Myndirnar eru allar samsvarandi: vinnuskór þeirra og starfsmannaskírteini á LSH, auk eftirfarandi skilaboða:

„BÚIN AÐ STIMPLA MIG ÚT AF LANDSPÍTLA.
LJÓSMÓÐIR LEGGUR SKÓNA Á HILLUNA!
Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim.
Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.
ÁBYRGÐIN ER RÍKISVALDSINS!!“

Ónefnd verðandi móðir tjáir sig um deiluna með svofelldum orðum:

„Júní litla ákvað að bíða fram í júlí og ég verð bara að segja að þetta slær mig miklu verr en ég átti von á, kannski af því að ég vildi ekki trúa að það kæmi til þessa. Fer döpur og reið í háttinn!!

Styð ljósmæður (orðið sem við völdum fallegasta íslenska orðið) alla leið!“

 

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifar eftirfarandi pistil um málið:

„19 ljósmæður hætta störfum sínum í dag, nokkrar til viðbótar hafa sagt upp og vinna nú uppsagnarfrestinn.

Það er ömurlegt að stjórnvöld hafi ekki leyst kjardeiluna með því að koma ríkar til móts við réttmætar kröfur ljósmæðra.

Við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra, 14.12. s.l., sagði heilbrigðisráðherra m.a.

„Við teljum svo mikilvægt að laga heilbrigðiskerfið, samgöngurnar og menntakerfið að við tókumst það á hendur, við Vinstri græn, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að efna til samstarfs við þá flokka sem við höfum gagnrýnt hvað mest og aldrei unnið með áður. Til þess þarf skýran pólitískan vilja, þrek og kjark. Við höfum það sem til þarf. Við höfum þann styrk og þann kjark. Við þorðum að taka frumkvæðið og grípa tækifærið.”

Er ósanngjarnt að spyrja hvort þetta sé leiðin til þess?“

 

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, skrifar:

„Ríkisstjórninni lá mikið á að leysa „vanda“ sægreifanna þegar útlit var fyrir að þeir fengju aaaaðeins færri milljarða út úr arðráni sínu á sameign okkar allra. En ríkisstjórnin getur ekki leyst þennan vanda. Þessi ríkisstjórn er einskis virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi