Um þrjúleytið í nótt var lögreglunni tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í Hafnarfrði. Tveir menn voru handteknir á staðnum, grunaðir um líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar er síðan greint frá mýmörgum atvikum þar sem menn voru handteknir í nótt og gærkvöld vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða gruns um vörslu fíkniefna. Þá er greint frá einu atviki þar sem ökumaður mótorhjóls var stöðvaður vegna gruns um að aka hjólinu undir áhrifum fíkniefna.
Eitt af fjölmörgum þessum atvikum átti sér stað skömmu eftir miðnætti í Vesturbænum. Þar var ökumaður handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna. Í ljós kom einnig að maðurinn hafði aldrei tekið ökupróf.