fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Mótmæli víðsvegar um Bandaríkin vegna innflytjendastefnu Trumps

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 30. júní 2018 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmæli voru víðsvegar um Bandaríkin í dag vegna innflytjendastefnu bandarískra yfirvalda. Undanfarið hefur skapast gífurleg reiði í Bandaríkjunum vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að slíta í sundur fjöldskyldur ólöglegra innflytjenda sem freista þess að komast inn til Bandaríkjanna. Um 2342 börn eru enn í haldi yfirvalda, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi brotnað undan þrýstingi almennings og breytt þessari stefnu. Alríkisdómari í Kaliforníu hefur fyrirskipað yfirvöldum að þessi börn eigi að vera sameinuð með foreldrum sínum eigi síður en 27 júlí næstkomandi. Mannréttindarsamtök hafa hinsvegar miklar áhyggjur af því að ekki verði mögulegt að gera það vegna þess hversu illa hefur verið staðið að upplýsingarsöfnun og vinnslu á öðrum gögnum.

Stjórnmálamenn ásamt mannréttindarsamtökum um allan heim hafa mótmælt þessari hörðu stefnu Bandaríkjamanna og þá sérstaklega ummælum Trumps um að snúa ætti fólki við beint á landamærunum, en það er brot á alþjóðasamningum sem Bandaríkjamenn eru aðilar að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Í gær

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“