fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Fimm í varðhaldi vegna smygls á 3 kílóum af kókaíni

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 15:14

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við tollyfirvöld, hefur undanfarnar vikur haft til rannsóknar umfangsmikið fíkniefnamál, sem varðar innflutning á tæpum 3 kg af kókaíni. Fimm voru handteknir í síðasta mánuði í þágu rannsóknarinnar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en einn er enn í haldi lögreglu á grundvelli almannahagsmuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsbæðinu kemur fram að tveir mannanna sæti farbanni. Fimmmenningarnir, fjórir karlar og ein kona, eru allir af erlendu bergi brotnir.

Rannsókn málsins er á lokastigi, en hún hefur jafnframt verið unnin í samvinnu við löggæsluyfirvöld í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Europol. Hraðflutningafyrirtækið DHL hefur einnig veitt aðstoð við rannsókn málsins. Um nokkuð viðamiklar aðgerðir var að ræða og þakkar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn fremur öðrum lögregluembættum fyrir veitta aðstoð í málinu.

Lögrelgan minnir á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“