fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Fimm í varðhaldi vegna smygls á 3 kílóum af kókaíni

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 15:14

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við tollyfirvöld, hefur undanfarnar vikur haft til rannsóknar umfangsmikið fíkniefnamál, sem varðar innflutning á tæpum 3 kg af kókaíni. Fimm voru handteknir í síðasta mánuði í þágu rannsóknarinnar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en einn er enn í haldi lögreglu á grundvelli almannahagsmuna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsbæðinu kemur fram að tveir mannanna sæti farbanni. Fimmmenningarnir, fjórir karlar og ein kona, eru allir af erlendu bergi brotnir.

Rannsókn málsins er á lokastigi, en hún hefur jafnframt verið unnin í samvinnu við löggæsluyfirvöld í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Europol. Hraðflutningafyrirtækið DHL hefur einnig veitt aðstoð við rannsókn málsins. Um nokkuð viðamiklar aðgerðir var að ræða og þakkar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn fremur öðrum lögregluembættum fyrir veitta aðstoð í málinu.

Lögrelgan minnir á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“