Óvíst er með áframhaldandi áætlunarflug WOW air til Tel Aviv í Ísrael. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. WOW air hóf flug til Tel Aviv í september á seinasta ári og hefur síðan þá flogið þangað fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.
Fram kemur að há lendingargjöld og langur flugtími sé helsta ástæðan fyrir því að verið sé að endurskoða áætlunarflugið til Tel Aviv en flugtími frá Keflavík til Tel Aviv er tæpar sjö klukkustundir.
Samkvæmt Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW mun félagið engu að síður halda áfram að fljúga til Tel Avív út október.