fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Óvíst hvort WOW air haldi áfram að fljúga til Tel Aviv

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er með áframhaldandi áætlunarflug WOW air til Tel Aviv í Ísrael. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. WOW air hóf flug til Tel Aviv í september á seinasta ári og hefur síðan þá flogið þangað fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Fram kemur að há lendingargjöld og langur flugtími sé helsta ástæðan fyrir því að verið sé að endurskoða áætlunarflugið til Tel Aviv en flugtími frá Keflavík til Tel Aviv er tæpar sjö klukkustundir.

Samkvæmt Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW mun félagið engu að síður halda áfram að fljúga til Tel Avív út október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Í gær

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“