fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Þetta myndband Björns Braga um íslenska sumarið hefur sjaldan átt betur við en nú

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og grínistinn Björn Bragi Arnarson sló eftirminnilega í gegn í fyrra með myndbandi sínu um íslenska sumarið. Um var að ræða ádeilu á íslenska sumarið, sem er jafn óútreiknanlegt og íslenski fasteignamarkaðurinn eða því sem næst.

Veðrið á suðvesturhorninu hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumri; sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu hafa sjaldan verið færri í júnímánuði en nú. Og ekki er útlitið fyrir júlímánuð bjart, í orðsins fyllstu merkingu. Íbúar í öðrum landshlutum, einkum Austurlandi, geta þó hrósað happi enda einmuna blíða þar þessa dagana.

Myndband Björns Braga fór á flug erlendis og hafa um þrjár milljónir horft á það nú þegar rúmt ár er liðið síðan hann var frumsýndur. Komu flest áhorfin einkum frá löndum þar sem sólin er ekki alltaf áberandi yfir sumartímann, til dæmis Finnlandi, Englandi, Póllandi og Eistlandi. „Sem sagt að miklu leyti frá löndum sem kannast við að þurfa að bíða eftir að sólin láti sjá sig,“ sagði Björn Bragi í samtali við Nútímann á sínum tíma.

Fjölmargir eru byrjaðir að deila myndbandi Björns Braga aftur – og það ekki að ástæðulausu. Sólin er komin í sumarfrí á suðvesturhorninu og ekki útlit fyrir að hún mætti aftur í bráð.

https://www.facebook.com/bjornbragi/videos/1210821812360526/?t=4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“