fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Sex í varðhaldi vegna fíkniefnainnflutnings: Tveir hinna grunuðu eru um tvítugt

Auður Ösp
Föstudaginn 29. júní 2018 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á jafn mörgum málum er varða innflutning á fíkniefnum. Sérstökum áhyggjum veldur að í tveimur aðskildum málum sem lögregla hefur haft til rannsóknar er um að ræða tvo pilta rétt um tvítugsaldur og í þriðja málinu var gerð tilraun til að smygla heróíni til landsins.

Hvor piltanna fyrir sig hafði rúmlega kíló af kókaíni í fórum sínum við komuna hingað til lands. Þá reyndist einn karlmaður til viðbótar sem var að koma frá Köln vera með 105 pakkningar innvortist og innihéldu þær samtals rúmlega kíló af kókaíni. Fjórði maðurinn var með tæpan lítra af amfetamínbasa í flösku undan viskíi í farangrinum. Aðrir í þessum hóp, sem sæta rannsókn vegna fíkniefnamála voru með mun minna magn. Umrædd mál varða samtals 3.7 kíló af kókaíni, lítilræði af heróíni og nær einn lítra af amfetamínbasa sem hægt hefði verið að framleiða um 3 kíló af amfetamíni úr. Mennirnir sem um ræðir voru allir stöðvaðir af tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn

Lagði VÍS fyrir dómi eftir alvarlegt slys í sumarbústað – Sláttuvélablað skaust í fótinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“

Fastagestur á Flúðum handtekinn – „Fólk varð hrætt og er brugðið“