fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Svipti sig lífi þegar lögreglan bankaði upp á

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. júlí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Crawford, 72 ára fyrrverandi öryggisvörður, svipti sig lífi þegar lögreglan heimsótti hann á dögunum til að framkvæma húsleit. 44 árum eftir að 19 ára stúlka, Arlis Perry, fannst látin í kapellu á heimavist Stanford-háskólans í Bandaríkjunum taldi lögregla sig loks vera komna á sporið.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að títtnefndur Crawford hafði að líkindum myrt stúlkuna. Það var jú hann sem hafði samband við lögreglu á sínum tíma þegar hann sagðist hafa fundið lík hennar.

Crawford lá undir grun á sínum tíma en lögreglan taldi sig þó ekki getað sannað að hann hefði framið morðið. Þegar Perry fannst var hún nakin fyrir neðan mitti. Henni hafði verið nauðgað og með aðstoð DNA-tækninnar sem var ekki komin til sögunnar þegar morðið var framið tókst lögreglu að finna meintan geranda, Steve Crawford.

Það var svo í gær að lögreglumenn komu að heimili Crawfords til að framkvæma húsleit. Þegar Crawford varð ljóst í hvað stefndi náði hann í skotvopn sem hann beindi að sjálfum sér. Þegar lögreglumenn komust inn í húsið var Crawford látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim