fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Bæjarstjórasonur með réttarstöðu sakbornings

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 16:17

Andri Gunnarsson. Ljósmynd/Nordik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Gunnarsson, lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Nordik, er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara á meintum skattalagabrotum útflutningsfyrirtækisins Sæmark ehf. Greint var þessu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Andri er sonur Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ.

Brotin eru sögð vera þau umfangsmestu sem upp hafa komið hér á landi en þau snúa að meintum skattaundanskotum Sigurðar Gísla Björnssonar, stofnanda og eiganda Sæmarks ehf. Tengist Andri málinu sem lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla en fram kemur að húsleit hafi verið gerð á á lögmannsstofu Andra í byrjun maímánaðar. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um afhendingu þeirra gagna sem haldlögð voru við leitina.

Andri hefur verið umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann og Sigurður Gísli eru viðskiptafélagar í gegnum eignarhaldsfélagið Óskabeini sem er eigandi að hlut í VÍS og Kortaþjónustunni. Þá var Andri í hópi fjárfesta sem keyptu fimm hótel, þar á meðal KEA-hótel og Hótel Borg árið 2012. Hótelin voru seld árið 2017 með góðum hagnaði.

Ekki liggur fyrir hver aðild Andra er að meintum skattalagabrotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim