fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Aron Einar: Tökum Króatíu í næsta leik

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var óánægður með spilamennsku íslenska liðsins í seinni hálfleik gegn Nígeríu í dag.

Ísland tapaði 2-0 fyrir Nígeríu í öðrum leik riðlakeppni HM en eftir markalausan fyrri hálfleik fór eitthvað úrskeiðis.

,,Nú förum við bara í það að rýna þennan leik. Það var slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark eftir fast leikatriði hjá okkur. Við vorum með þá og okkur leið vel á vellinum,“ sagði Aron.

,,Þetta eru leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni var ekki frábær en við höldum áfram og bætum það sem þarf að bæta og tökum svo Króatíu í næsta leik og vonum að úrslitin úr hinum leiknum verði hagstæð.“

,,Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu úr þegar við skiptum á köntunum og fengum bakverðina okkar í leik.“

,,Við gerðum ekki nóg af því, því miður en samt sem áður gerðu þeir vel í seinni og fá mark eftir okkar fast leikatriði sem er ekki líkt okkur. Það var ódýrt að fá á sig þannig mark.“

,,Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Maður sá það bara í klefa eftir leik, maður tók í spaðann á mönnum og þeir voru gjörsamlega búnir.“

,,Við viljum hafa þetta í okkar höndum en eins og ég segi, við þurfum að fara erfiðu leiðina og vonum að þetta gangi upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“