fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ísland sigraði Nígeríu 3-0

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 19:30

Mynd: Lárus í bolnum sem hann var í þegar hann skoraði á móti Nígeríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit þá mætir Ísland liði Nígeríu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi á morgun. Þetta er í annað skipti sem Ísland og Nígería mætast á fótboltavellinum en fyrri leikur liðana fór fram á Laugardalsvelli þann 22. ágúst árið 1981. Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna 3-0 þar sem Árni Sveinsson, Marteinn Geirsson og Lárus Guðmundsson skoruðu mörk Íslands.

Lárus Guðmundsson verður að sjálfsögðu í treyjunni sem hann klæddist í sigrinum árið 1981, þegar liðin mætast á morgun. „Ég spái 2-0 fyrir Íslandi,“ segir Lárus í samtali við DV.

Hann segir að veðrið verði með Nígeríu í liði í Rússlandi á morgun en annað var þó uppi á teningnum árið 1981. „Það voru níu til tíu vindstig. Grenjandi rigning og aumingja Nígeríumennirnir komu út úr búningsklefunum í veðrið og fóru að skellihlæja. Þeir höfðu aldrei á ævi sinni séð svona veður. Þessi leikur hefði aldrei farið fram í dag, við vorum harðari á þeim tíma.“

Hann segir Íslendingana vera með betra lið en Nígería. „Ég sá Nígeríumennina spila um daginn og var ekkert sérstaklega hrifinn af þeim. Þeir eru miklir íþróttamenn, en mér finnst leikskipulagið ekkert sérstakt og sóknarleikur liðsins frekar veikur,“ segir Lárus að lokum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða

Svipt ökuréttindum fyrir að aka á rúmlega 60 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“