fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Útlendingastofnun lengir afgreiðslutíma dvalarleyfa: „Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 16:26

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingastofnun hefur lengt afreiðslutíma á dvalarleyfum hér á landi úr 90 dögum í 180. Ástæðan er sögð mikil fjölgun umsókna. Jafnframt hefur verið ákveðið að lengja viðmið um afgreiðslutíma umsókna um íslenskan ríkisborgararétt úr sex mánuðum í tólf.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og lögmaður , segir þetta óviðunandi:

„Þetta kemur auðvitað verst niður á börnum þegar kemur að málum er varða fjölskyldusameiningar. Það er algerlega óviðunandi að börn þurfi að bíða upp í eitt ár eftir niðurstöðum, þetta er bara ekki boðlegt. En við hugsum alltaf út í atvinnulífið, aldrei um mannúð. Það er hægt að sækja um flýtimeðferð ef sótt er um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku. Af hverju er ekki hægt að óska eftir flýtimeðferð á grundvelli fjölskyldusameiningar ? Þegar um er að ræða lítil börn út í heimi og foreldrar þeirri á Íslandi ?  Hvað er að okkur ?“

spyr Helga Vala. Hún segir þetta áfellisdóm yfir stjórnsýslunni:

„Staðan er auðvitað þessi að útlendingalögunum var breytt og tóku gildi 1.janúar 2017 og öll meðferð í kerfinu hefur miðast að því að hraða málsmeðferð. Það verður því að segja að þetta sé ákveðin áfellisdómur yfir stjórnsýslunni ef verið er að gera málsmeðferðartímann helmingi lengri en áður var. Þessir 90 dagar hafa reyndar verið skráðir þarna árum saman án þess að eiga við nokkur rök að styðjast, því ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi fengið dvalarleyfi hér á 90 dögum. Þannig að þetta er algerlega á skjön við þá stefnu sem reynt hefur verið að framfylgja. En þetta er kannski meira í tengslum við raunveruleikann. Mér þætti gaman að vita hvort það væru einhver mál sem hafa verið afgreidd á 90 dögum,“

segir Helga Vala.

Á heimasíðu Útlendingastofnunar segir að umsóknum um dvalarleyfi á Íslandi hafi fjölgað verulega á síðustu árum, meðan starfsfólki hafi ekki fjölgað í samræmi við það:

„Samanlagður fjöldi umsókna um fyrstu dvalarleyfi og endurnýjanir jókst um 25% árið 2016 og önnur 25% árið 2017. Í tölum þýðir þetta fjölgun úr 3.735 í 5.850 umsóknir milli áranna 2015 og 2017. Á sama tíma hefur stofnunin ekki getað fjölgað starfsfólki á leyfasviði eins og nauðsynlegt væri til að viðhalda sama afgreiðsluhraða og áður og fyrir vikið hefur biðtími umsækjenda lengst. Þannig voru 85% allra umsókna árið 2017 afgreiddar innan 90 daga en það sem af er árinu 2018 hefur hlutfallið farið niður í 70%. Umsóknum sem bíða afgreiðslu hefur samhliða fjölgað mjög og eru nú rúmlega 1.700.“

Þá er tekið fram að meðferð umsókna sé aðeins flýtt í undantekningartilfellum, en í næstu línu nefnt að umsóknir um dvalarleyfi  á grundvelli atvinnuþátttöku hafi fengist afgreiddar í flýtimeðferð gegn þjónustugjaldi.

Umsóknum um ríkisborgararétt hefur fjölgað nokkuð samkvæmt vef Útlendingastofnunar:

„Umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt hefur fjölgað lítillega undanfarin ár og voru um 1.100 árið 2017. Á fáum árum hefur hlutfall umsókna um íslenskan ríkisborgararétt sem lagðar eru fyrir Alþingi hins vegar hækkað umtalsvert, úr 12% árið 2015 í 28% árið 2017, en þær umsóknir hafa til þessa einnig verið unnar af Útlendingastofnun. Vinnsla umsókna um ríkisborgararétt sem lagðar eru fyrir Alþingi er mun tímafrekari en vinnsla umsókna sem afgreiddar eru af stofnuninni sjálfri og heldur nú starfsmönnum ríkisborgarateymis uppteknum nokkra mánuði á ári. Þetta hefur haft í för með sér að umsóknum um ríkisborgararétt sem bíða afgreiðslu stofnunarinnar hefur fjölgað og biðtími umsækjenda lengst. Þannig bíða nú rúmlega 500 umsóknir um ríkisborgararétt afgreiðslu hjá stofnuninni og þar af eru 155 umsóknir nú þegar eldri en sex mánaða gamlar. Af þessum sökum hefur viðmið um afgreiðslutíma umsókna um íslenskan ríkisborgararétt verið lengt úr sex til átta mánuðum í tólf mánuði.Umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða því að gera ráð fyrir að liðið geti allt að tólf mánuðir frá því að umsókn var lögð fram og greidd og þar til hún er tekin til vinnslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump