fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Eiginkona Arons sendir honum hjartnæm skilaboð: „Get ekki beðið eftir að sjá þig á föstudag“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, talar beint til eiginmannsins og segir að lífið sé eins og rússíbani. Aron Einar fór fyrir liði Íslands á fyrsta leik okkar í lokakeppni HM gegn Argentínu í gær en um tíma stóð tæpt að hann næði mótinu vegna meiðsla.

Aron Einar meiddist á hné og ökkla fyrir fimm vikum og gekkst hann undir aðgerð í kjölfarið. Hann hafði ekki spilað leik í þó nokkurn tíma áður en að leiknum gegn Argentínu kom en hann var engu að síður frábær þær 75. mínútur sem hann spilaði. Aron sagði í viðtali við 433.is í dag:

„Það var mikið svekkelsi á tímabili, sumir dagar voru betri en aðrir og suma daga hugsaði ég með mér að það væri ekki séns að ég væri að fara ná þessu.“

Hann bætti svo við að hann væri þakklátur fyrir að eiga góða að og nefndi sérstaklega eiginkonu sína, Kristbjörgu.

„Eins og ég er búinn að segja, Kristbjörg (Jónasdóttir, eiginkona hans) og fjölskyldan og allir sem hafa ýtt mér áfram eiga hrós skilið fyrir það. Þegar maður er í fótbolta, að bíða eftir svona mómenti að spila á HM, og vita ekki hvort maður nær því. Það getur verið erfitt upp á hausinn að gera. Það er alltaf gott að eiga góða að.“

Í færslu á Instagram talar Kristbjörg beint frá hjartanu þegar hún segir að lífið sé eins og rússíbani, uppfullt af hæðum og lægðum. „Það er svo margt óvænt sem kemur upp, svo mikið drama, svo mikil spenna, svo mikið af öllu. En ég myndi ekki skipta þessum hlutum út fyrir neitt því þeir leiða alltaf af sér ótrúleg augnablik eins og í dag,“ segir hún.

Hún talar svo beint til Arons þegar hún segist ekki geta beðið eftir að sjá hann í eldlínunni á föstudag gegn Nígeríu. „Þá er það næsti kafli. Ég get ekki beðið eftir að sjá þig leiða liðið út á völlinn gegn Nígeríu á föstudag. Ég veit að sá dagur verður töfrum líkastur eins og dagurinn í dag.“

https://www.instagram.com/p/BkGVWRbnFq7/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við