fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Aron þakklátur eiginkonunni: „Það er gott að eiga góða að“ – Nýtt viðtal við fyrirliðann

Einar Þór Sigurðsson, Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að síðustu fimm vikur hafi verið mikill rússíbani. Hann gekkst undir aðgerð fyrir skemmstu og um tíma var tvísýnt um það hvort hann myndi ná heimsmeistaramótinu. En Aron leiddi sína menn út á völl gegn Argentínu í gær og átti góðan leik þegar Ísland náði í jafntefli gegn þessu ógnarsterka liði.

Blaðamenn ræddu við hann á æfingu Íslands í Gelendzhik í morgun, en eftir leikinn í gær flaug íslenska liðið að Svartahafi þar sem það æfir meðan á dvölinni í Rússlandi stendur. Þegar Aron var spurður hvernig hefði verið að leiða liðið inn á völlinn í gær, sagði hann:

„Tilfinningarússíbani í rauninni, maður var búinn að bíða einhvernveginn eftir þessu mómenti. Það eru fimm vikur síðan ég fór í aðgerð. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu, hvernig var að ganga inn á völl loksins, ég var búinn að bíða eftir þessu mómenti lengi þannig að ég var bara hrikalega stoltur þegar ég labbaði inn á og tók mér smá tíma til að draga andann og upplifa þetta.“

Aron var svo beðinn um að gera upp síðustu fimm vikur og hvernig þær hefðu verið:

„Þú getur rétt ímyndað þér. Það var mikið svekkelsi á tímabili, sumir dagar voru betri en aðrir og suma daga hugsaði ég með mér að það væri ekki séns að ég væri að fara ná þessu. Það er það góða að hafa lent í svipuðum meiðslum, til dæmis með ökklann, hvernig ég kem til baka. Ég er orðinn vanur því þannig að ég gat höndlað það. Hnéð var mjög gott í gær. Þessar fimm vikur voru erfiðar en klárlega þess virði þegar ég kom inn á völlinn.“

Aðspurður hvort hann hafi efast um að hann næði mótinu sagðist hann eiga gott bakland sem hann væri þakklátur fyrir.

„Eins og ég er búinn að segja, Kristbjörg (Jónasdóttir, eiginkona hans) og fjölskyldan og allir sem hafa ýtt mér áfram eiga hrós skilið fyrir það. Þegar maður er í fótbolta, að bíða eftir svona mómenti að spila á HM, og vita ekki hvort maður nær því. Það getur verið erfitt upp á hausinn að gera. Það er alltaf gott að eiga góða að.“

Aron sagði að hann væri í góðu standi eftir leikinn í gær. Hann væri þó með harðsperrur og stífur í skrokknum en hnéð og ökklinn væru í góðu standi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði