fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. júní 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef miðað er við niðurstöður Evrópsku lífskjararannsóknarinnar þá eru Íslendingar ein allra áhugasamasta þjóð heimsálfunnar um íþróttaviðburði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Rannsóknin var gerð árið 2015 og voru þátttakendur, sem voru 16 ára og eldri, spurðir hversu oft þeir hefðu verið sótt íþróttaviðburði á undangegnum tólf mánuðum. Rúmur helmingur landsmanna hafði sótt að minnsta kosti einn íþróttavuðburð á þessu tímabili og gerðu aðeins Hollendingar betur í þeim efnum.

Þess má geta að ekki er ólíklegt að hlutfallið væri enn hærra ef rannsóknin væri framkvæmd í ár enda hafa íslenskt landslið í hinum ýmsu íþróttum átt sögulega góðu gengi að fagna.

Athygli vekur að það virðast hafa verið íslenskar konur sem skila Íslandi öðru sætinu. Í áðurnefndri frétt Hagstofunnar kemur fram að alls staðar í Evrópu voru karlar líklegri en konur til að sækja íþróttaviðburði, en kynjabilið var nokkuð breytilegt á milli landa. Kynjabilið var minnst á Íslandi hjá þeim sem sóttu a.m.k. einn íþróttaviðburð, eða 8,3 prósentustig. Næst á eftir komu Holland og Malta með 9,1 og 10 prósentustiga mun á kynjunum. Ef grannt er skoðað má sjá að það er einkum aðsókn íslenskra kvenna á íþróttaviðburði sem skilar Íslandi öðru sætinu, en íslenskar konur voru í öðru sæti í Evrópu en íslenskir karlar í því áttunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns