fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Eiður Smári: „Ég held að fólk geti hætt að tala um heppni“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti leikmaður Íslandssögunnar og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu á laugardag.

„Við erum á mjög góðum stað í augnablikinu,“ segir Eiður Smári í viðtali við BBC Sport. Í greininni er bent á velgengni Íslands í Evrópukeppninni í Frakklandi 2016 þar sem liðið fór ósigrað upp úr riðlinum, sló England úr leik í 16-liða úrslitum áður en kom að tapinu gegn Frökkum í 8-liða úrslitum.

Liðið fylgdi þessu svo eftir með því að vinna sinn riðil í undankeppni HM; ógnarsterkan riðil þar sem Króatar, Úkraínumenn og Tyrkir horfðu á eftir Íslendingum fara beint í lokakeppnina.

„Ég held að fólk geti hætt að tala um heppni,“ segir Eiður Smári í viðtalinu og vísar í árangur íslenska liðsins á undanförnum árum. „Við hlökkum til að vonandi sýna heimsbyggðinni að við eigum fyllilega skilið að vera hérna,“ segir hann og vísar í heimsmeistaramótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“

Kristján Óli harðorður – „Það er lítill munur á kúk og skít“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli