fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Björn Bergmann vill ekki segja frá leyndarmálinu – „Þetta verður mjög erfitt fyrir Argentínumenn“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bergmann Sigurðarson er býsna kokhraustur fyrir leikinn gegn Argentínu og segir að íslenska liðið sé búið að finna leiðina að sigri gegn þessu ógnarsterka liði. „Já, við erum svona að komast að því núna,“ sagði Björn Bergmann í viðtali við 433.is fyrir æfingu liðsins í morgun.

Björn sagði að spennan væri farin að byggjast upp. „Það er kominn smá fiðringur fyrir þennan leik. Maður veit hvað maður er að fara gera. Við erum klárir í þetta og eigum eftir að gera okkar besta,“ segir hann.

Talsvert hefur verið rætt og ritað um það hvaða leikmaður – eða leikmenn – muni leiða sóknarlínu Íslands í leiknum gegn Argentínu. Eru það Björn Bergmann, Jón Daði Böðvarsson og Alfreð Finnbogason sem nefndir hafa verið í því samhengi. Björn segist klár ef kallið kemur.

„Ég held að það séu allir framherjarnir sem vilja fá að leiða þessa framlínu. En mér finnst ég geta það og er klár í verkefnið. Svo skilur maður alveg ef einhver annar fær tækifærið. Þá styður maður þá og heldur hausnum uppi,“ segir Björn.

Íslenska þjálfarateymið er byrjað að fara yfir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn og virðist Björn hafa mikla trú á því að liðið geti fengið eitthvað úr þeim leik.

Eruð þið byrjaðir að stúdera argentínska liðið mikið? „Já, við erum búnir að því eða byrjaðir meira á því. Það er fullt af fundum framundan og á endanum verðum við 100% klárir í þetta.“

Eruð þið búnir að finna leiðina að sigri? „Já, við erum að komast að því núna hvað verður best að gera og hvað verður ekki allt of gott að gera. Þegar að þessum leik kemur þá held ég að Heimir og Helgi verði með allt á hreinu.“

Aðspurður hverjir helstu veikleikar Argentínumanna væru var Björn þögull: „Ég vil bara ekki segja það. Ég held að ég segi þá of mikið sem við erum búnir að heyra á fundunum hérna. Ég held að við verðum allavega erfiðir andstæðingar fyrir þá. Þeir spila allt öðruvísi fótbolta og við erum það þéttir og góðir saman að þetta verður mjög erfitt fyrir þá. Svo vonar maður að við komumst í skyndisókn og setjum mark á þá.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England Evrópumeistari eftir sigur á Spánverjum

England Evrópumeistari eftir sigur á Spánverjum
433Sport
Í gær

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Í gær

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Í gær

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Í gær

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest